Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

25 Að tjá sig Tjáning getur verið af ýmsu tagi, allt frá því að flytja ræðu eða ljóð til þess að tala við eina manneskju. Oft er talað um tjáskipti í samskiptum manna á meðal. Í samskiptum er mikilvægt að geta tjáð sig skýrt og auðveldlega. Hér á eftir beinum við sjónum að munnlegri tjáningu. Staðsettu þig á skalanum hér fyrir neðan. ■ Hversu vel gengur þér að tjá þig fyrir framan hóp af fólki? Ekki vel Mjög vel 1 5 10 ■ Hversu vel gengur þér að tjá þig í litlum hópi? Ekki vel Mjög vel 1 5 10 Að tjá sig skýrt Þau sem hafa tjáskipti senda skilaboð sín í milli. Miklu skiptir að við sendum hvert öðru skýr skilaboð. Það auðveldar öll tjáskipti og samskipti og ýtir undir gagnkvæma virðingu og skilning. Lestu dæmin hér á eftir og búðu til þrjú sams konar dæmi í viðbót. Óskýr skilaboð Skýr skilaboð Takk. Takk fyrir að hjálpa mér að finna úlpuna. Ekki, hættu þessu. Viltu hætta að toga svona í hettuna, mér finnst það óþægilegt og hún gæti rifnað. Þú ert æðislega flott. Mér finnst nýja klippingin þín rosaflott. Þú ert svo fyndin/fyndinn/fyndið. Þú hefur svo frábæran og skemmtilegan húmor. Þetta má ekki. Það er alveg bannað að fikta í slökkvi- tækjunum því að þau gætu bilað sem væri mjög slæmt ef það kviknaði í. _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=