Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

19 Sagt er að maðurinn sé félagsvera. Það þýðir að við þurfum hvert á annars félagsskap að halda til að líða vel. Við höfum þörf fyrir að eiga samskipti við aðra. Segja má að í samskiptum meðal okkar gildi nokkurs konar reglur, samskiptareglur, um það hvernig við högum okkur en miklu máli skiptir að geta átt góð samskipti við aðra. Í því felst til dæmis að kunna að hlusta, tjá sig skýrt, að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu og að sýna ábyrgð. Færni í samskiptum er mjög mikilvæg. Orðaforði ■ Samskipti ■ Virðing ■ Sjálfsvirðing ■ Að hlusta ■ Góður hlustandi ■ Tjáning Hvernig er samskiptafærni þín? Hvaða atriði í sambandi við samskiptafærni finnst þér mikilvægust í samvinnu? Samskipti ■ Tjáskipti ■ Vinir ■ Vinátta ■ Skýr skilaboð ■ Óskýr skilaboð ■ Samskiptafærni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=