Engar ýkjur - vinnubók

Þessi vinnubók er ætluð nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla. Verkefnin henta vel nemendum sem eru með annað móðurmál en íslensku og þeim sem þurfa að styrkja málvitund sína af öðrum ástæðum. Yfirleitt fylgir ein opna í vinnubókinni kafla í sögubókinni og er miðað við að nemendur leysi verkefni eftir að hafa lesið kaflann. Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í að tengja saman lestur sögubókar og vinnubókar og noti báðar bækurnar samtímis. Í vinnubókinni er athygli þeirra beint að lesskilningi, orðforða, léttri málfræði og ritun. Sögubókin Engar ýkjur er eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Hún er sjálfstætt framhald af bókunum Lygasaga og Lokaorð eftir sama höfund. Sagan er til á hljóðbók sem hlaða má niður af vefsíðu Menntamálastofnunar, www.mms.is Höfundur vinnubókar er Ingibjörg Elín Jónasdóttir. Engar ýkjur – vinnubók ISBN 978-9979-0-3029-4 © 2013 Ingibjörg Elín Jónasdóttir © teikningar Kristín Ragna Gunnarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2013 önnur prentun 2018 þriðja prentun 2021 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Umbrot, útlit og kápa: Námsgagnastofnun Prentvinnsla: Litróf ehf. – umhverfisvæn prentsmiðja 40779

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=