Engar ýkjur

Mörður rennir augunum yfir föt Sögu. – Ég hef flottan ritstíl. Þú kannt bara ekki að meta hann, segir Saga og lætur á sig derhúfuna á ný. – Ef þú ætlar að skrifa aftur fyrir skólablaðið verðurðu að finna eitthvað krassandi til að skrifa um. En haltu þig við sannleikann, segir Mörður og snýr sér að fartölvu sinni. – Þetta var satt! æpir Saga. Og vel skrifað. – Nú þarf ég að lesa yfir alvöru grein um alvöru mál. Nenni ekki að hlusta á ofur æsta ýkjusögu, segir Mörður og lætur á sig heyrnartólin á ný. Tvær stelpur og strákur í úlpum sitja í sófa með fartölvur á hnjánum. Þau skella upp úr. Þau eru öll nákvæmlega eins klædd og Mörður. Það skríkir í þeim. Saga dregur derhúfuna niður og strunsar út. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=