Engar ýkjur

VAFASÖM SENDING Unglingur dregur blað úr úlpuvasanum og lítur í kringum sig. Ljósskíma frá bíl lýsir upp vegkantinn. Sá úlpuklæddi stígur inn í skuggann af gráleitri blokk. Bíllinn ekur fram hjá. Það liggja nokkrir steinar á stéttinni. Unglingurinn velur þann stærsta og vefur blaðinu þétt utan um hann. Hann horfir undan hettunni upp eftir blokkinni. Tekur síðan stórt skref aftur á bak og kastar grjótinu. Það heyrist brothljóð. Ljós kvikna í gluggum. Hann tekur til fótanna og hverfur inn í myrkrið. 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=