Engar ýkjur

Þóra sígur saman og sest í stigann. Hún felur andlitið í höndum sér. – Fyrirgefðu mér, bróðir, snöktir hún. – Nú verður líklega skipt um ritstjóra, segir Steinn við Sögu. Og þú ert með efni í krassandi grein sem kemur þér örugglega í ritnefnd. Saga brosir með Krumma í fanginu. Kötturinn malar og sleikir á sér sárin. – Að vandlega íhuguðu máli, segir Saga og ræskir sig, tilkynni ég hér með að ég ætla að stofna nýtt blað. Þar munu birtast alvöru fréttir í máli og myndum. Mörður hnussar og dregur hettuna á úlpunni yfir höfuðið. – Allir geta sýnt hvað í þeim býr, segir Saga. Og nýja skólablaðið mun heita „Engar ýkjur“. Hún snýr sér að strákunum: – Viljið þið vera með?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=