– Komdu Ylfa, segir Mörður, við skulum koma okkur heim. Þau hafa ekkert í höndunum. En Jan stígur í veg fyrir hann. – Þú ferð ekki neitt, segir Jan ákveðinn. Þóra ætlar að læðast upp stigann að baki honum. En móðir Jans kemur fram á gang með síma í höndunum. Þóra nemur staðar. Saga kemur auga á eitthvað hvítt sem situr fast í fóðrinu. Það er miði. Verðmiði af flík. – Af dýrari sortinni, segir Saga. – Ég er líka nokkuð viss um að stafirnir í hótunarbréfunum segi sína sögu, segir Steinn. Þeir munu leiða slóðina að þér, Ylfa. Þú klipptir þá út úr kápum af geisladiskunum þínum. Er það ekki? Ylfa er hætt að hlæja. Efst í tröppunum, talar móðir Jans, hátt í símann: – Já, er þetta hjá lögreglunni? Ég vil tilkynna þjófnað. 54
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=