En hún kemst ekki langt. Neðst í tröppunum við innganginn takast tveir drengir á. Úlpuklæddur Mörður hefur náð hálstaki á Jan. Ámátlegt væl glymur um stigaganginn. Svartur köttur brýst um í fangi Jans. Kötturinn er flæktur í vír. – Krummi! Komdu með köttinn minn, hrópar Saga að Jan. – Ég greip hann glóðvolgan, segir Mörður og hörfar. – Það varst þú! hreytir hún að Jan og dregur Krumma úr fangi hans. Hún stumrar yfir kettinum og reynir að losa vírinn af honum. – Það varst þú sem hótaðir okkur, hrópar Saga. Þú ert þá þjófurinn eftir allt saman. Ylfa rífur upp útidyrnar og rýkur inn með fiðlutöskuna á öxlinni. 50
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=