Engar ýkjur

ANNARS! Saga nær að skríða undir skrifborðið. En Steinn kemst ekki í skjól. Það er gripið í öxl hans. – Hvað er hér um að vera? hvæsir þungbúin kona hásri röddu. Þóra, gangavörðurinn úr skólanum er mætt í öllu sínu veldi. Hún dregur Stein undan borðinu. – Hvað eruð þið að gera hér? æpir hún og hristir Stein. En svo tekur hún andköf. Hún sér að það er opið inn í herbergi. – Fiðlan! Nei, fiðlan. Hvað hafið þið gert? Rakinn ... Hún rigsar í átt að herberginu og dregur Stein eftir sér. Hann brýst um en Saga tekur til fótanna. Hún stekkur niður stigann og heyrir köll Þóru að baki sér. 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=