Á borðinu liggja skæri og misstórir útklipptir bókstafir. – Hótunarbréfin voru búin til hér, segir Steinn. En hver ... Hann dettur næstum því um ruslafötu á gólfinu. Hún veltur um koll með látum. – Uss, Það gæti einhver heyrt í okkur, segir Saga. Á gólfinu liggja litríkir bæklingar, allir í götum. – Það er búið að klippa stafi úr þeim, segir Saga og tekur upp krumpað blað sem hefur oltið úr tunnunni. – Enn eitt hótunarbréfið? spyr Steinn. – Nei, sjáðu, segir Saga, sléttir úr bréfinu og réttir Steini. 47
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=