Engar ýkjur

Krakkarnir ganga fram í stofu. Þar er hilla með mörgum ljós- myndum í römmum. Þær eru flestar af svartklæddum manni að spila á fiðlu en ein er af tveimur börnum. – Þessi stelpa er kunnugleg, segir Steinn. – Já, hún er alveg eins og Ylfa, segir Saga. En þetta getur ekki verið hún. Ég hef kannski ekki mikið vit á tísku en sjáðu fötin. Undir hillunni er skrifborð með renndu loki. Saga reynir að opna en það stendur á sér. Hún ýtir fastar. Allt í einu rennur lokið aftur og það heyrist hár skellur. – Uss, það gæti einhver heyrt í okkur, segir Steinn. – Sjáðu, hvíslar Saga. 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=