Engar ýkjur

– Er ekki maðurinn sem býr hérna frægur fiðluleikari? segir Steinn. – Það getur ekki verið hann. Hann liggur í dái á spítala, segir Saga. – En einhver hefur verið hér nýlega. Og einhver var í glugganum að horfa á mig, segir Steinn. Sá sem sendi mér hótunina. – Sá sami og hótaði mér og tók Krumma, segir Saga. Getur það verið Jan? – Við fundum hótunarbréf í skissubókinni hans, segir Steinn. – En getur verið að Jan hafi ekki ætlað að senda bréfið, segir Saga og dregur djúpt andann. Kannski fékk hann þessa hótun. – Inn um gluggann eins og ég, segir Steinn. Það er hleri fyrir glugga heima hjá honum. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=