– Þetta er einhvers konar rakatæki og sjáðu, segir hún og bendir á fiðlu sem liggur á borði. – Þessi er sko gömul, segir Steinn og færir sig nær dýrgripnum. Fyrir ofan borðið hanga tæki og tól til smíða. Þar eru líka hlutar úr fiðlum á hillu og fiðlustrengir. – Hér hefur einhver verið að vinna nýlega, segir Saga. Skrítna lyktin er af lími. Varla er Jan að smíða fiðlu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=