Engar ýkjur

SKÆRI, BLAÐ, STEINN Saga opnar dyrnar varlega og leggur við hlustir. Það heyrist aðeins tif í klukku. Krakkarnir lauma sér inn fyrir dyrnar og loka. Það er skuggsýnt inni. Dregið er fyrir alla glugga nema einn sem vísar út að götunni. Saga gengur að glugganum. – Hér stóð sá sem fylgdist með þér, segir hún við Stein. Þetta er glugginn á myndinni. Steinn kíkir út en grettir sig svo. – Hvaða lykt er þetta? Saga bendir að lokuðum dyrum. – Vonandi er Krummi ekki þarna inni. Steinn tekur í húninn. Dyrnar opnast inn í herbergi. Gufuský gýs á móti honum. Hann pírir augun. Saga rekst í eitthvað á gólfinu. 43

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=