Þau berja að dyrum hjá Jan. Saga ýtir á bjölluna. En enginn svarar. Steinn tvístígur og skimar í kringum sig í stigaganginum. – Heldurðu að Ylfa hafi heyrt í okkur? Hún má ekki sjá mig hér. – Nú? Þú kláraðir auglýsinguna fyrir ballið. Ég sá hana upp á töflu í skólanum. – Ballið, segir Steinn og það slaknar á honum. Hún er að þeyta skífum á ballinu. Eins gott! – Mörður er örugglega á ballinu líka, segir Saga. Og ég er ekki búin að skila krassandi grein í skólablaðið. Ég fæ aldrei að skrifa fyrir blaðið aftur. – En við munum finna köttinn þinn, segir Steinn. Kíkjum aðeins upp á næstu hæð. Þar er íbúðin sem geymslan tilheyrir. Geymslan þar sem þýfið fannst. Þau líta í kringum sig á efsta stigapallinum. Öðrum megin á ganginum eru þrjú nöfn á spjaldi við dyrnar. 40
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=