TEIKN Á LOFTI Saga ýtir aftur og aftur á bjölluna hjá Steini. Steinn opnar dyrnar. – Ég verð að sýna þér þetta, segir hún og réttir honum brúnt umslag. Þetta beið mín á útitröppunum þegar ég kom heim úr skólanum. Utan á umslaginu stendur „Lyga-Saga“ með útklipptum stöfum. Steinn opnar umslagið og dregur úr því bréf. Innan í bréfinu er svört fjöður. – Þetta er hrafnsfjöður, segir hann. – Lestu bréfið, segir Saga æst. – Enn ein hótunin. Hvað er eiginlega í gangi? – Hrafnsfjöður. Skilurðu ekki? Þetta er alvöru hótun. Krummi, kötturinn minn, er horfinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=