– Fjárinn, segir Steinn. Ég vissi ekki að Ylfa byggi hér. – Hún sem er svo góð vinkona þín, segir Saga örg. Komum okkur burt. – Hægan, hægan. Hvað er nú þetta eiginlega? segir lögreglumaður með fangið fullt af fötum. Eruð þið enn að snuðra? – Nei, sagði Steinn. Þú ert búinn að góma þjófinn. – Umm, nei, segir lögreglan. Geymslan er ekki í eigu útlendingsins. – Hann heitir Jan, segir Saga. – Hún er í eigu manns á efstu hæð, segir löggan og blæs verðmiða framan úr sér. Hann er víst mjög frægur fiðluleikari. – Nú, segir Saga og glennir upp augun. Eruð þið búin að handtaka hann? – Nei, hann er ekki alveg á lausu eins og er ... – Hvað meinarðu? segir Saga. – Hann er í dái. Hefur verið í dái í þrjú ár frá því hann lenti í bílslysi. 37
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=