Engar ýkjur

– Þetta er eins og bréfið sem þú fékkst, hvíslar Saga og þrífur það úr höndum Steins. Jan er þá þjófurinn eftir allt saman. Krakkarnir fara niður stigann hálf dofin en ganga beint í flasið á Merði. – Hvað ert þú að gera hér? segir hann ruddalega við Sögu. Áttu ekki að vera að skrifa snilldargrein? – Ha, jú, það er einmitt það sem ég er að gera, segir Saga og stingur hótunar- bréfinu inn í dagbókina sína. – Einmitt það, segir Mörður. Þú skilar greininni á morgun, fyrir ballið. Annars færðu ekki að skrifa aftur fyrir skólablaðið. Mörður arkar upp stigann. Hann rekur öxlina utan í Stein en virðir hann ekki viðlits. 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=