Hann ýtir fötunum aftur inn, skellir í lás og dregur fram gult límband. – Þú kemur með mér á stöðina, segir hann og grípur í Jan. Krakkarnir standa stjarfir og horfa á hann leiða Jan út. Móðir Jans fylgir þeim eftir og hrópar. Þau skilja ekki hvað hún segir og þau skilja ekki hvað hefur gerst. – Hvað eigum við að gera? segir Saga. Þetta er okkur að kenna. – Já, en það er ekki okkur að kenna að geymslan er full af þýfi, segir Steinn og beygir sig eftir skissubók sem liggur á gólfinu. 32
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=