Engar ýkjur

Lítil dökkhærð stúlka kemur undan pilsfaldi móður sinnar. Hún grípur skóinn sigri hrósandi og hleypur með hann fram. Saga og Jan horfast í augu. Stúlkan lítur alveg eins út og Jan. Lögregluþjónninn tekur af sér hattinn. Sviti perlar á enni hans. – Hvaðan segirðu að þessi skór komi? segir hann við Sögu. Saga hikar og horfir á Jan. Jan horfir í gaupnir sér. – Ég held að ég hafi ... misskilið þetta, segir Saga. Hann hefur kannski bara misst skóinn. Stúlkan kemur stökkvandi til baka með tvo hlýja bleika vetrarskó. Augu hennar ljóma. 30

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=