Engar ýkjur

– Það eruð þið sem hafið brotið lög væna mín, segir lögreglan og vísar krökkunum út úr geymslunni. Það er alvarlegt mál. – Ég sá hann stela í Hringlunni, segir Saga. Alveg satt. Við vorum viss um að hann væri að stunda svona skipulagða glæpi. Hefurðu ekki heyrt af öllum fötunum sem hafa horfið úr verslunum? – Svona, enga stæla hér, vinan. Þið komið með mér á stöðina, segir löggan og ýtir krökkunum á undan sér. – Saga, sýndu honum skóinn, segir Steinn óttasleginn. Hún getur sannað það. Hann er víst þjófur. Saga hellir úr bakpoka sínum. Innan um ýmiss konar dót er bleikur kuldaskór. Hann er með verðmiðanum á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=