TÍSKULÖGGAN Lyklinum er snúið og hurðinni er rykkt upp. Jan og móðir hans standa í gættinni. Jan hrekkur við er hann sér krakkana. – Þau brjótast inn, segir mamma hans og baðar út höndunum. – Hvað er nú þetta eiginlega? segir lögregluþjónn og ýtir henni frá. Saga og Steinn gapa. – Við vorum að leita að þýfi, segir Saga og bendir á pokana. Jan tekur skref aftur á bak og þau horfast í augu. – Hann er þjófur, stamar Saga og bendir á hann. Við vorum viss um að hann geymdi þýfið hér. – Jan minn er ekki þjófur, segir mamma hans og sýpur hveljur. 28
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=