Engar ýkjur

Steinn leggst á hamarinn af fullum þunga. Það heyrist brak og glugginn spennist upp. Saga smeygir sér inn en nær ekki fótfestu. Hún missir takið og fellur inn um gluggann. Svartur poki tekur af henni mesta fallið. Saga skellur í gólfið og pokinn veltur um koll með miklum látum. – Er allt í lagi? hvíslar Steinn og treður sér inn um gluggann. – Passaðu þig, segir Saga. En það er of seint. Steinn dettur utan í hana og svo á gólfið. Það heyrist brothljóð. – Nei, ég trúi þessu ekki, segir Steinn og tekur myndavélina upp. Linsan er sprungin. Nú getum við ekki tekið myndir af þýfinu. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=