Engar ýkjur

– Steinn, hvað er í gangi? heyrist kallað af hæðinni fyrir neðan. – Ekkert, hrópar Steinn. Steinn dregur gardínu fyrir gluggann. Hann sópar glerbrotum undir rúmið og grípur myndavélina sína. – Ég þarf aðeins að skreppa, kallar hann inn í stofu. Verð kominn fyrir tíu. – Hvert ertu að fara? Hvaða læti voru þetta eiginlega? heyrist pabbi hans æpa í kapp við glyminn frá sjónvarpinu. Útihurðinni er skellt. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=