Engar ýkjur

Strætisvagninn nemur staðar skammt frá. Dyrnar opnast og dökkhærður strákur kemur út. Hann rogast með stóran plastpoka í fanginu. Pokinn er troðfullur. Steini er brugðið þegar hann áttar sig á því hver þetta er. Þetta er Jan, nýi strákurinn í bekknum. Sá sem Saga var að tala um. Hvað skyldi hann vera með í pokanum? hugsar Steinn. Hann gengur á eftir stráknum. Í hvert sinn sem Jan nemur staðar bograr Steinn yfir blaðatöskunni. Að lokum burðast Jan með pokann upp að grárri blokk. Hann opnar útidyrnar, dröslar pokanum inn og lokar á eftir sér. Steinn kemur sér fyrir á bak við bíl. Skömmu síðar sér Steinn ljós kvikna í glugga í kjallara blokkarinnar. Kannski hefur Saga rétt fyrir sér, hugsar Steinn. Hann fikrar sig nær og dregur myndavélina upp úr töskunni. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=