Engar ýkjur

Saga frýs í sporunum. Þóra er grimm á svipinn og það liggur ljótt ör niður eftir öðrum vanga hennar. Hún leggur blaðið frá sér og stendur mæðulega upp. – Þú kemst ekki upp með þetta væna, segir hún og réttir Sögu tusku og fötu. – Já, en ég ... tuldrar Saga. En þá opnast dyr. Mörður kemur fram á gang og ritnefndin fylgir fast á hæla honum. – Hvað er að sjá þig, Saga, segir Mörður. Strax komin á bólakaf í næsta mál. – Þrífðu þetta sull upp eftir þig, segir Þóra hvöss. Og klósettið líka. – Mamma með allt á hreinu, segir Mörður. Ritnefndin hlær. Saga snýr baki í þau og sér þá Jan innar á ganginum að teikna í svarta skissubók. Hann lítur upp. Þau horfast í augu eitt augnablik. Svo lokar hann bókinni og hraðar sér í burtu. 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=