Það heyrist hlátur og tvær stelpur koma út af klósettinu. Þær hlaupa burtu þegar þær sjá Sögu og kalla: – Ýkju-Saga! Saga gengur inn á klósettið og lítur í kringum sig. Einn básinn stendur opinn og þar er bleyta fyrir neðan klósettið. Saga fikrar sig nær og kíkir ofan í skálina. – Skrambinn! Skórnir mínir. Nýju fínu skórnir mínir. Hún tekur skref aftur á bak og stígur ofan í bleytuna. Saga tiplar fram með skóna á lofti. Það lekur bleytutaumur af henni. Þóra gangavörður rekur nefið upp úr tímariti. – Hvað á þetta að þýða? hreytir hún út úr sér hásri röddu. 16
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=