– Svona, engar ýkjur Saga. – Ég er ekkert að ýkja. Ég sá útlenska gaurinn úr bekknum þínum stela skóm. – Saga, slakaðu nú aðeins á ... – Slaka á, ég ætla ekkert að slaka á. Ég sá til hans. Hann var að stela í Hringlunni. – Saga, þetta eru alvarlegar ásakanir. Hann heitir Jan, segir aldrei orð, teiknar bara og teiknar. Hann er örugglega ekki þjófur. Og hann er alveg örugglega ekki í glæpagengi. – Þú ert alveg eins og þau hin. Trúir mér ekki. – Láttu ekki svona, Saga. Þetta er lyginni líkast. Þú hlýtur að sjá það. – Jæja, ég kem bara upp um málið sjálf, segir Saga og skellir dagbókinni. Hún treður henni ofan í töskuna og stormar fram á gang. Þar skimar hún eftir skónum sínum. En þeir eru horfnir. 15
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=