– Ég er farin, segir Ylfa við Stein og lætur sem hún sjái ekki Sögu. Steinn horfir hins vegar mjög stíft á Sögu. – Þú hengir auglýsinguna svo bara upp á besta stað, Steini stuð, segir Ylfa. Hún grípur slitna fiðlutösku og sveiflar henni á bakið. Taskan rekst framan í Sögu og hún hrökklast frá. Ylfa rigsar fram á gang án þess að loka á eftir sér. – Sú er góð með sig, segir Saga og nuddar á sér hökuna. – Hva, ég ætlaði ekki að þekkja þig. Í hverju ertu? segir Steinn. Af hverju ertu svona vel klædd? – Bíddu þar til þú sérð nýju skóna mína. Þeir eru sko ýkt flottir, segir Saga og dregur af sér hettuna. 12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=