Engar ýkjur

STUÐ – Þú ert rosalega flott á þessari, segir Steinn við Ylfu. Hann bendir á ljósmynd á borðinu. – Hún steinliggur. Þú ert nettur ljósmyndari, segir Ylfa. Geturðu kannski klárað auglýsinguna fyrir mig. Það er svo geðveikt mikið að gera hjá mér. – Ha, já já, stamar Steinn. Ylfa hripar niður texta á gulan miða. Dyrnar að stofunni opnast með látum. Saga stikar inn með blýant á lofti. Hún er kappklædd. Í nýrri úlpu með hettu á höfðinu og loðkraga ofan í augu. – Þarna ertu Steinn, ég er búin að leita að þér út um allt. Ég þarf að tala við þig, segir hún áköf en nemur staðar þegar hún sér Ylfu. Ó, var ég að trufla? 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=