Saga missir annan pokann og nýju skórnir hennar velta niður stigann. Strákurinn stekkur sömu leið og rýkur í burtu. Efst í stiganum stendur öryggisvörður móður og másandi. Hann dregur upp talstöð: – Þjófurinn slapp. Reynið að ná honum á leiðinni út. Saga skimar í kringum sig en hún sér strákinn hvergi. Hún fer aftur niður með rúllustiga. Þar tínir hún saman nýju skóna sína. En innan um þá liggur annar skór. Strákurinn hlýtur að hafa misst hann á flóttanum. En skórinn er allt of lítill á hann. Þetta er kuldaskór og hann er bleikur á litinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=