Engar ýkjur

TÍSKUSLYS Saga stígur upp í rúllustiga með tvo troðfulla poka. Hún er búin að kaupa sér ný föt. Nýja úlpu, nýja peysu, nýjar buxur og nýja skó. Allt í sama stíl og ritnefndin klæðist. En hún ætlar sko ekki að skipta um húfu. Hún er með hnút í maganum. Hún er búin að eyða öllum peningunum. Öllum peningunum sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún átti að nota þá í námskeið í skapandi skrifum. Mamma verður æf, hugsar Saga með sér. Skyndilega kemur dökkhærður strákur hlaupandi á móti umferð niður stigann. Hann rekst utan í Sögu. Þau horfast í augu eitt andartak. Hún þekkir hann. Þetta er útlenski strákurinn. Strákurinn sem byrjaði í skólanum í vetur. 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=