Eldgos

.6 Hvað er eldgos? Hvað kemur upp á yfirborðið í eldgosum? Sum eldgos eru hraungos. Þá streymir kvika upp á yfirborðið og myndar hraun. Aska er mjög fíngerð mylsna úr hrauni sem getur svifið langar leiðir. Í öskugosum blandast kvikan vatni eða gasi sem veldur sprengingum. Þær þeyta ösku hátt upp í loftið. Flest eldgos eru blönduð. Þá koma bæði hraun og aska upp úr jörðinni. Stundum myndast mikill þrýstingur djúpt niðri í jörðinni. Þegar þrýstingurinn verður of mikill getur bráðnað berg sem kallast kvika ruðst upp á yfirborðið. Þá verður eldgos. gosmökkur hraunflæði gas gígur aska kvika eldfjall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=