Eldgos

.5 Hvað hreyfist svo hægt að við finnum ekki fyrir því? Yst er ekki sykurhúð (og ekki brauðskorpa) heldur jarðskorpa. Á jarðskorpunni eru lönd, fjöll og höf. Við búum á jarðskorpunni. Jarðskorpan er ekki heil eins og sykurhúð á nammi- kúlu. Hún er meira eins og risastórt púsluspil. Púslbitarnir kallast flekar. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og þeir hreyfast! Hefur þú séð neglurnar þínar vaxa? Nei? En þú veist að þær vaxa nú samt. Þær vaxa bara svo hægt að við sjáum það ekki. Það sama á við um flekana. Þeir hreyfast svo hægt að oftast finnum við það ekki. En stundum þegar flekarnir færast í sundur eða rekast saman verða jarðskjálftar sem við finnum fyrir. Hvernig myndast eldgos? Jarðskorpan skiptist í marga fleka sem fljóta ofan á möttlinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=