Eldgos

Flott, fræg (og hættuleg) Hvað gerðist í borginni Pompei árið 79? Vesúvíus – fjallið sem sprakk Árið 79 varð óskaplega stórt sprengigos í fjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Gosið þeytti sjóðheitri ösku yfir borgina Pompei og nágrenni. Þetta gerðist svo hratt að fólk náði ekki að flýja. Fólk, dýr og byggingar grófust í öskunni. Nú er borgin vinsæll ferðamannastaður þar sem sjá má hvernig fólk lifði fyrir næstum 2000 árum. Krakatá – háværasta fjallið! Hvað er háværasta hljóð sem þú hefur heyrt? Það er örugglega ekki jafn hátt og sprengingin sem varð þegar fjallið Krakatá í Indónesíu gaus árið 1883. Hávaðinn heyrðist til annarra landa! Fjallið og eyjan sem það stóð á hurfu næstum en ný eyja myndaðist sem heitir Barn Krakatá. .20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=