.18 Hvað myndaðist í gosinu í Vestmannaeyjum? Á Íslandi eru eldgos við bæi ekki algeng. Það getur samt gerst. Árið 1973 opnaðist gossprunga rétt fyrir ofan Vestmannaeyjabæ. Þá voru jarðskjálftamælar ekki eins fullkomnir og nú og svo voru liðin heil 6000 ár frá síðasta gosi á eyjunni. Þess vegna kom eldgosið á óvart. Íbúar þurftu að flýja og gátu ekki farið heim í marga mánuði. Í gosinu urðu miklar skemmdir. Þegar gosinu lauk var komið alveg nýtt fjall fyrir ofan bæinn. Það fékk nafnið Eldfell. Eldgos í bænum Í eldgosinu í Vestmannaeyjum var reynt að stöðva hraunið með því að dæla á það köldu vatni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=