Eldgos

Hvað er Surtsey gömul? Reyndu að reikna það út. Eldgos í sjó .17 Þú varst líklega ekki til þá og þú ert nú ekkert ungbarn. Jörðin okkar er um það bil 4.500.000.000 ára gömul. Það er alveg svakalega stór tala og mörg núll! Miðað við það er bara augnablik síðan Surtsey myndaðist. Vissir þú að sumar eldstöðvar eru í sjónum? Þegar þær gjósa getur sjórinn ekki slökkt eldinn því kvikan er svo óskaplega heit. Þá verða oft miklar sprengingar þegar sjór og kvika mætast. Eyjan Surtsey varð til í neðansjávargosi árið 1963. Það þýðir að eyjan er alveg glæný! En hvernig getur það verið? Hvers vegna kom gosið í Vestmannaeyjum á óvart? Stundum gýs neðansjávar. Hraunið er svo heitt að hafið sýður og gufa myndast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=