.16 Sofandi? Þyrnirós svaf í hundrað ár en eldstöðvar geta sofið miklu lengur. Eldstöðvar geta gosið ef þær tengjast kviku djúpt niðri í jörðinni. Þá er sagt að eldstöðin sé virk. Virk eldstöð getur gosið þó að það hafi liðið mörg þúsund ár frá síðasta gosi. Eldstöðin á Reykjanesi sefur til dæmis í um það bil þúsund ár á milli eldgosa-tímabila. Hvað er virk eldstöð? Óvirk eldstöð. Stundum færast jarðflekar svo mikið að tengingin við kvikuna slitnar. Þá getur eldstöðin ekki gosið lengur. Virk eldstöð. gosrás kvika
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=