Eldgos

.15 Hvaða áhrif hafði gosið á fólk sem bjó nálægt því? Mikil aska féll í nágrenni eldgossins. Aska er óholl fyrir menn, dýr og gróður. Askan skemmdi meðal annars tún og mengaði vatnsból. Margir þurftu að flýja heimili sín eða halda sig inni vegna öskunnar. Þegar kvikan bræddi ísinn myndaðist flóð eða svokallað jökulhlaup. Það setti fólk í hættu og skemmdi meðal annars vegi og brýr. Í gosinu myndaðist mikið af ösku sem barst langar leiðir. Aska getur skemmt hreyfla flugvéla og meira en 100 þúsund flugferðum var aflýst vegna gossins. Hvað getur sofið lengur en Þyrnirós?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=