Eldgos

Eldstöðin Grímsvötn er næstum ósýnileg. Það er vegna þess að hún er undir Vatnajökli. Hitinn í eldfjallinu bræðir ísinn og býr til stöðuvatn ofan á fjallinu. Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins sem þýðir að þar verða oft eldgos. Lakagígar eru röð gíga á langri gossprungu. Gígarnir gjósa sjaldan en fyrir um það bil 250 árum gusu þeir í heilt ár. Úr gígunum kom mikið af hrauni, ösku og eitruðu gasi sem drap gróður og dýr. Katla er öflugt eldfjall undir Mýrdalsjökli. Í Kötlugosum verða kröftugar sprengingar þegar eldheit kvika og vatn mætast. Mikil aska myndast og þegar jökullinn bráðnar verða stór flóð sem kallast jökulhlaup. .13 Hvað eiga Grímsvötn og Katla sameiginlegt? Hvaða eldfjöll þekkir þú? Grímsvötn Lakagígar Katla Hvernig getur eldfjall stoppað flugvélar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=