Eldgos hjálpa Hvað finnst þér það versta við eldgos? En það besta? 11. Eldgos geta myndað nýjar eyjar og landsvæði. Ísland myndaðist í eldgosum svo án þeirra væri landið okkar ekki til! Í gosösku eru efni sem bæta jarðveginn og hjálpa gróðri að vaxa. Hitinn sem fylgir eldvirkni er notaður til að hita hús, framleiða rafmagn og fleira. Eldgos eru oft glæsileg og það getur verið spennandi að horfa á þau úr öruggri fjarlægð. Margir ferðamenn koma til að skoða eldfjöll og jarðhitasvæði. Hvaða eldfjall hefur bæði verið kallað drottning og hlið helvítis?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=