Eldgos

.9 Hvernig getum við vitað hvort það sé að koma eldgos? Þegar kvika er á leiðinni upp á yfirborðið verða oftast jarðskjálftar. Í gamla daga komu eldgos oft á óvart en núna skrá sérstakir mælar bæði stóra og smáa jarðskjálfta. Vísindafólk fylgist með mælunum allan sólarhringinn. Þá er hægt að vara fólk við þegar eldgos er á leiðinni. Þá þurfa þau sem búa í nágrenninu stundum að forða sér til að vera örugg. Á Íslandi eru hús sérstaklega hönnuð til að þola jarðskjálfta. Á Þingvöllum má sjá hvernig flekarnir hafa færst í sundur og sprungur myndast á milli þeirra. Hafa eldgos góð eða slæm áhrif?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=