Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 83 VIÐAUKI 2 Dæmi um bréf sem hægt er að nýta til að upplýsa foreldra/forsjáraðila um námsefni Kæra foreldri/forsjáraðili Á næstunni verður kennt námsefni í skólanum sem nefnist Eitt líf sem er ætlað efstu bekkjum grunnskólans (7. til 10. bekk). Um er að ræða námsefni í lífsleikni með forvarnargildi gegn misnotkun ávana- og fíkniefna. Í efninu er farið yfir ýmsa verndandi þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum. Fjallað er um geðheilbrigði, sjálfsmynd, svefn, heilbrigð bjargráð til að takast á við reiði, að setja heilbrigð mörk, þrautseigju og fleira. Foreldrar/forráðamenn geta fræðst um málefni sem varða og/eða tengjast ávana- og fíkniefnum með því að horfa á myndband, sem var gefið út árið 2020, sjá HÉR. Einnig er hægt að lesa ítarefni, viðauki 1. Hvatt er til að foreldri/forsjáraðili kynni sér myndbandið og ítarefnið til að átta sig á mikilvægi verndandi þátta. Vakin er þó athygli á því að myndbandið og ítarefnið er einungis ætlað fullorðnum. Á tímum örra breytinga er einungis hægt að gera ráð fyrir að heimurinn sem ungmenni þekkja í dag verði töluvert breyttur þegar þau verða eldri. Mikilvægi líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilsu mun þó aldrei glatast. Að huga að öllum þessum þáttum heilsunnar er grundvöllur þess að geta tekist á við margvíslegar aðstæður, hindranir og áskoranir. Undanfarin ár hefur rannsóknin Ungt fólk, á vegum Rannsóknar og greiningu, sýnt ákveðna þróun á líðan ungmenna. Í könnuninni árið 2022 virðast ungmenni verja minni tíma en áður með vinum sínum eftir að skóla lýkur. 49% drengja og 28% stúlkna í tíunda bekk telja sig hamingjusöm og 67% drengja og 41% stúlkna í tíunda bekk telur andlega heilsu sína vera góða. 34% svarenda töldu sig fá nægan svefn á virkum dögum. Um helmingur ungmenna litu björtum augum til framtíðarinnar og töldu sig geta tekist vel á við vandamál. 51% drengja og 27% stúlkna í tíunda bekk voru ánægð með líf sitt og hafa þessar tölur lækkað jafnt og þétt samkvæmt sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Með þessar niðurstöður í huga og þá þætti sem koma fram í myndbandinu sem og ítarefninu þá má sjá mikilvægi þess að stuðlað sé að verndandi þáttum í lífi ungmenna og þeim kennt að huga að andlegri og félagslegri heilsu sinni sem og líkamlegri. Efnið Eitt líf beinir sjónum að alhliða heilsu einstaklinga og hefur forvarnargildi en slíkt efni á heima í ört breytilegum heimi. Hafa ber í huga að sum atriði geta reynst nemendum erfið. Af þeim sökum er lögð áhersla á það komi skýrt áleiðis til nemenda að ákveðið umfjöllunarefni geti reynst sumum erfitt, að það sé fullkomlega eðlilegt og að hvaða tilfinning sem kemur upp á BRÉF TIL FORELDRA/FORSJÁRAÐILA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=