Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 81 tekin vímuefnaneysla getur leitt til breytinga á heilanum sem gerir fólki erfitt með að hætta að nota þau, jafnvel þótt að fólk vilji hætta því. Þegar fólk neytir ávanabindandi vímuefna þá gerist það að heilinn losar sig við efni sem kallast dópamín sem eykur löngun í vímuefnið aftur, það getur einnig verið ástæða þess að fólk leiti aftur í vímuefnin þrátt fyrir að viðkomandi viti af og finni fyrir neikvæðum afleiðingum vegna notkunar á því. NOTKUN VÍMUEFNA OG HEILINN Heilinn okkar gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum. Hann er það sem gerir okkur kleift að hugsa, anda, hreyfa, tala og finna. Þegar fólk setur vímuefni inn í líkama sinn þá truflar það samskiptakerfi heilans og það hvernig taugafrumurnar okkar senda, taka á móti og vinna úr upplýsingum. Þessi truflun veldur því að viðkomandi getur hegðað sér öðruvísi en hann gerir venjulega. Mismunandi vímuefni virka á mismunandi hátt því efnin hafa mismunandi efnafræðilega uppbyggingu. Það eru þrír meginhlutar heilans sem verða fyrir áhrifum út frá notkun vímuefna, þeir eru: Grunnhnoð (e. Basal ganglia) sem er sá hluti heilans sem gegnir því mikilvæga hlutverki að veita okkur jákvæða hvatningu, til dæmis með að upplifa vellíðan, þegar við stundum heilbrigt athæfi, eins og að borða eða hanga með vinum. Ef vímuefna er neytt þá streyma þau inn á þetta svæði heilans og valda því að fólk undir áhrifum getur fundið sælutilfinningu. Ef vímuefni er mikið notuð getur þessi hluti heilans vanist því að hafa vímuefnið í heilanum og gert það erfitt að finna ánægju af öðru en vímuefna notkuninni. Möndlungur (e. Extended amygdala) er sá hluti heilans sem gegnir hlutverki í streituvaldandi tilfinningum, eins og kvíða, pirring eða vanlíðan. Þegar fólk notar vímuefni verður þessi hluti heilans mjög viðkvæmur. Þegar líkaminn er orðinn vanur vímuefnum og þú hættir, lætur þessi hluti heilans þér líða virkilega illa, sem getur þá leitt til þess að fólk finnur sig knúið að nota vímuefni aftur til að losna við þá tilfinningu. Heilabörkurinn (e. Prefrontal cortex) er hluti heilans sem hjálpar okkur að hugsa, taka ákvarðanir, leysa vandamál og hafa sjálfstjórn. Þannig að þegar einhver neytir vímuefna verður þessi hluti heilans minna fær um að taka ígrundaðar og góðar ákvarðanir eða stíga inn til að segja ‟nei” við skaðlegum hvötum. Einnig hafa sum vímuefni áhrif á aðra hluta heilans, eins og heilastofninn (e. Brain stem). Heilastofninn stjórnar hjartslætti og öndun. Þegar einstaklingur tekur ákveðin lyf eins og ópíóíða (sem eru morfínsskyld lyf) getur öndun þeirra orðið hættulega hæg. Þegar öndunin hættir er það kallað ofskömmtun eða lyfjaeitrun og getur það valdið dauða. NOTKUN VÍMUEFNA OG GEÐRÆNN VANDI Notkun vímuefna getur valdið geðrænum vandamálum, eins og þunglyndi, kvíða og geðrofssjúkdómum. Einnig geta áhrif vímuefnanotkunar líkst alvarlegum geðsjúkdómum. Í þessu sambandi má nefna ofskynjanir, eins og að heyra raddir eða sjá ofsjónir, og fá ranghugmyndir. Oft er erfitt að meta hvort það er notkun vímuefna sem er að valda geðrænum einkennum hjá einstaklingi eða hvort einstaklingur er að nota vímuefni til að slá á geðræn einkenni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=