Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 77 ÍTAREFNI ÁBYRG LYFJANOTKUN Lyfseðilsskyld lyf sem eru notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns, geta og hafa í gegnum tíðina hjálpað okkur að lifa lengra og heilbrigðara lífi. Lífslíkur okkar í dag eru þær lengstu í sögunni og fólk getur nú lifað með marga sjúkdóma sem áður voru banvænir. Það er nefnilega margt sem hægt er að koma í veg fyrir í dag, lækna eða létta á erfiðum einkennum – það er að hluta til vegna tilkomu lyfseðilsskyldra lyfja. Fyrir suma eru lyf lífsnauðsynleg og fyrir marga eru þau lífsbætandi. Misnotkun á lyfjum getur hins vegar haft í för með sér alvarlegar afleiðingar og þess vegna er mikilvægt að átta sig á því hvað er ábyrg lyfjanotkun og hvað er lyfjamisnotkun. Notkun og misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er EKKI það sama! Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er: • Að taka lyf af annarri ástæðu en þau eru fengin við. • Að deila lyfjum með öðrum eða taka lyf einhvers annars. • Að taka meira af lyfjum en maður á að gera. Þetta er allt óháð ástæðu. Til dæmis er lyfjamisnotkun að taka lyf til að upplifa vímu en það er líka lyfjamisnotkun að taka lyfseðilsskyld verkjalyf við verkjum ef þú hefur ekki sjálf/sjálfur/sjálft fengið lyfjunum ávísað frá heilbrigðisstarfsfólki. Hvernig getum við stuðlað að ábyrgri lyfjanotkun? Með ábyrgri lyfjanotkun þá erum við að nota lyfin rétt og þar með hjálpa okkur sjálfum og öðrum í kringum okkur. Við getum haldið lyfjum fyrir okkur sjálf. Sumum hlutum er ekki ætlað að deila. Lyfseðilsskyld lyf eru einungis ætluð til notkunar hjá einstaklingnum sem fær þau uppáskrifuð frá heilbrigðisstarfsfólki. Einhver sem hefur áhuga á því að fá þessar nærbrækur í láni? Það er þó aðrar ástæður fyrir því af hverju við fáum ekki lánaðar nærbuxur og af hverju við fáum ekki lánuð lyf hjá öðrum eða lánum öðrum lyf. Ein ástæðan af hverju við gerum það ekki er að við vitum ekki hvernig líkami okkar bregst við lyfinu, eða hvernig líkami annarra bregst við lyfi ef við erum þau sem erum að lána lyfin. Það hvernig einhver einn bregst við lyfi segir okkur ekki hvernig einhver annar myndi bregðast við sömu lyfjum. EFAST UM AÐ ÞÆR SÉU AÐ HEILLA.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=