mms.is 76 ÍTAREFNI FYRIR KENNARA - EITT LÍF ÁHÆTTUÞÆTTIR OG VERNDANDI ÞÆTTIR Áhættuþættir (e. Risk factors) geta verið líffræðilegir, sálfræðilegir, tengdir fjölskyldu og/eða samfélagi eða menningu. Þessir þættir eru tengdir við meiri líkur á misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum ávana- og fíkniefnum. Verndandi þættir (e. Protective factors) eru þættir sem tengjast minni líkum á misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum ávana- og fíkniefnum, einnig geta þeir tengst því að minnka áhrif áhættuþátta. Líta má á verndandi þætti sem svar við áhættuþáttum. Aukin áhætta einstaklings á misnotkun ávana- og fíkniefna getur falið í sér ýmsa þætti. Þeir áhættuþættir (e. Risk factors) geta verið mismunandi á milli manna og geta varðað einstaklinginn sjálfan líkt og árásargirni. Einnig geta þeir varðað fjölskylduna, líkt og skortur á eftirliti. Jafningjar/vinir, skóli og samfélagið geta einnig varðað áhættuþættina. Samkvæmt skýrslu WHO og UNODC, sem varðar alþjóðleg viðmið um áfengis- og vímuvarnir (e. International standards on drug use prevention) er helsti áhættuþáttur misnotkunar á ávana- og fíkniefnum, skortur á þekkingu um efnin og afleiðingar þeirra. Félagsleg viðmið (e. Social norms) og umhverfi geta einnig haft töluverð áhrif. Viss persónueinkenni geta einnig gert einstaklinga líklegri til þess að misnota ávana- og fíkniefni, má þar nefna hvatvísi. Góð andleg heilsa, félagsfærni og seigla eru hins vegar þættir sem geta gert einstakling ólíklegri til misnotkunar á ávana- og fíkniefnum. Í skýrslunni koma einnig fram mismunandi áhættuþættir á mismunandi lífsskeiðum. Foreldrar og skólinn eru helstu þættirnir sem hafa áhrif frá fæðingu, þangað til snemma á unglingsárunum. Á síðari aldursstigum taka við og/eða bætast við áhrif frá vinnustöðum, fjölmiðlum og fleiru (UNODC/ WHO, 2018). ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI: • Risk and Protective Factors • „Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur‟, meistaraprófsritgerð Andreu Ýr Arnarsdóttur • Understanding Drug Use and Addiction DrugFacts | National Institute on Drug Abuse (NIDA) (nih.gov) • International Standards on Drug Use Prevention (unodc.org) VIÐAUKAR VIÐAUKI 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=