mms.is 66 UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, bls. 68‒72 í dagbókinni. Í upphafi hlaðvarpsþáttar 9 er útskýring á hlutverki tengiliða í skólum. Ítreka þarf að ekki er um nýjan starfsmann að ræða heldur fólk sem þegar starfar í skólanum en er núna einnig með þetta hlutverk. Að tengja fólk saman og benda á úrræði ef þörf er á. Þau sem eru í þessum hlutverkum hafa aðra starfstitla líka, eins og námsráðgjafi, deildarstjóri o.s.frv. Nefnt er dæmi um að þegar barn hefur þurft að bíða lengi þá sé hætta á að það gleymist hvað ræða þyrfti um. Vissulega er sumt sem gengur hratt yfir en mikilvægt er að nefna að börn eiga ekki að þurfa að bíða lengi til að finna að þau skipti máli, að börn geti treyst á að hlustað sé á þau þegar þau þurfa á því að halda. Einnig ber að hafa í huga að samþætting þjónustu er fyrir allan vanda en ekki bara fyrir flóknari vanda. Öll börn eiga að hafa aðgang að tengilið farsældar sem getur samþætt þjónustu í nærumhverfi barna en bara hluti barna þarf mögulega á samþættingu þjónusta að halda þar sem fleiri stofnanir koma að borðinu. Ef málin eru of flókin eða of erfið til að leysa þau með tengilið þá geta þau mögulega færst til málstjóra farsældar sem vinnur hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins. Þar fer fram ákveðið frummat í samtali tengiliðar við foreldra og barn þar sem ákveðið er hvernig málin skuli vera unnin. HUGTAKALISTI FARSÆLD BARNA (e. Prosperity of children) Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. (Upplýsingar á ensku) • Tengiliður farsældar: Er starfsmaður heilsugæslu, leik- grunn- og framhaldsskóla eða félagsþjónustu sem styður við samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns. • Samþætting þjónustu: Samfelld þjónusta sem stuðlar að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. KAFLI FARSÆLD BARNA 9
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=