mms.is 64 AUKAVERKEFNI – VANLÍÐAN Horfið á stuttmyndina Overcomer sem er án tals og fjallar um stúlku sem er að glíma við vanlíðan. Stuttmyndin skoðar hvaða atburðir, hegðun og orðfæri valda vanlíðan hennar. Áhrifamikil stuttmynd sem býður upp á miklar og djúpar umræður. Horfðu á myndina áður en þú sýnir nemendum hana og ákveddu staði innan hennar þar sem þú vilt stoppa og spyrja nemendur um líðan stúlkunnar, hvaða tilfinningar (t.d. nota tilfinningahjólið) gætu verið til staðar og hvert hún gæti leitað eftir aðstoð. Þegar búið er að ljúka við að horfa á myndina skaltu varpa fram spurningunni um hvort það myndi hjálpa henni að leita aðstoðar í lokin og þá hvert hún gæti leitað. Hefði hún getað leitað aðstoðar fyrr? Bentu á að maðurinn er félagsvera og með því að leita hjálpar til þeirra sem við treystum þá aukum við líkurnar á að líðan okkar og ástand eigi eftir að batna. GEFÐU ÞÉR TÍMA KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Að vinna í sér, hvort sem það er andlega, líkamlega eða félagslega, tekur tíma. Við breytumst ekki á einni nóttu. Þetta á við um að ná árangri í íþróttum, byggja upp vöðva, læra eitthvað nýtt, ná sér eftir áfall og fleira. Stundum þurfum við aðstoð við þessa vinnu en í öðrum tilfellum er hún einungis undir okkur komin. Eins mikið og það væri næs að geta klappað saman höndum og okkur myndi strax líða betur þegar við erum til dæmis að ganga í gegnum sorgarferli – þá bara er það ekki þannig. Ef við hugsum líka meira um þetta þá ættum við að vilja leggja vinnu í að láta okkur líða betur, gefa okkur tíma, leyfa sálinni að vinna í sorginni eða hverju það er sem við erum að vinna í. Þá eru meiri líkur á að okkur líði betur og að við náum árangri til lengri tíma. Skyndilausn er eitthvað sem getur litið út fyrir að vera fljótleg og auðveld lausn við vandamáli en í raun er slík lausn ekki endilega góð og mun ekki endast til lengri tíma. Höfum þetta í huga næst þegar við erum að ganga í gegnum erfiða tíma eða ef við erum að pirra okkur á því að hlutirnir eru ekki að gerast strax – gefum okkur sjálfum tíma. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 8.3 í dagbókinni. Dagbók bls. 67 8.3
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=