58 mms.is DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 7.1 í dagbókinni. SJÁLFSKOÐUN KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Til að átta okkur á því hvað það er sem bætir okkar geðheilsu þá getur verið gott að fara í sjálfskoðun reglulega og spyrja okkur að nokkrum lykilspurningum sem varða heilsu okkar. Þær varða líkamlega, andlega og félagslega heilsu, því eins og við höfum farið yfir – þá tengist þetta allt saman. 0ft er gott að búta í lítil skref þau markmið sem við setjum okkur til að bæta heilsuna, okkur hættir til að fara í allt-eða-ekkert hugsunarhátt og því getur verið sniðugt að fókusa frekar á eitthvað lítið sem við getum gert fyrir okkur sjálf. Litlar breytingar eru áhrifamestar því þær eru auðveldari og haldast til lengri tíma. Líttu á myndina í dagbókinni á bls. 60 til að sjá góða myndlíkingu af þessu, myndin sýnir stiga með stórum þrepum og stiga við hliðina á með litlum þrepum. Í stóru þrepunum er heljarinnar mál að koma sér á næsta þrep en í litlu þrepunum er það lítið mál og því auðvelt að komast uppá topp. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 7.2 í dagbókinni. NÚVITUND OG HUGARRÓ KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: „Núvitund getur hjálpað okkur að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Með núvitund veitum við lífi okkar og líðan á hverri stundu vakandi athygli með opnum huga og forvitni. Við leggjum okkur fram um að vera til staðar, andlega og líkamlega. Í raun erum við að þjálfa athygli okkar og auka meðvitund um það sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur. Með einföldum leiðum æfum við okkur í að veita hugsunum okkar og tilfinningum meðvitaða athygli, hvort sem þær eru góðar eða Dagbók bls. 60 Dagbók bls. 61 7.2 7.3
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=