Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

57 mms.is LAGT ER TIL AÐ KENNA 7. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 1 kennslustund (40 mín hver kennslustund) ˚ Kennslustund 1 ▪ Geðheilsa ▪ Núvitund og hugarró KENNSLUSTUND 1 ANDLEG HEILSA KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Hver sem er getur þurft að glíma við áskoranir hvað varðar geðheilsuna, slíkir erfiðleikar gera ekki greinarmun á aldri, fjölskyldu, menntun, kynþætti, kynhneigð, starfi, fjárhag eða trúarbrögðum. Rannsóknir sýna að einn af hverjum tveimur (heimild*) eigi eftir að glíma við einhverskonar geðvanda á lífsleiðinni, t.d. kvíða, þunglyndi eða fælni (e. phobia). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að góð geðheilsa felur ekki í sér endalausa hamingju og gleði, við erum ekki annað hvort við góða eða slæma geðheilsu. Geðheilsa felur fremur í sér jafnvægi og getu til að takast á við bæði góðar og slæmar tilfinningar, mótlæti og meðbyr eða áskoranir daglegs lífs. Ef við erum ekki í góðu jafnvægi, þá eigum við erfiðara að takast á við slíkar aðstæður. Hlustið saman á hlaðvarpsþátt 7 og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Í þessu hlaðvarpi var geðheilsa tengd við líkamsvitund okkar (núvitund og hugarró), við höfum nú þegar lært um það og við sjáum að þetta tengist allt saman órjúfanlegum böndum, það er að segja líkamleg heilsa, andleg heilsa og geðheilsa. Getið þið komið með dæmi um hvernig líkamleg og andleg heilsa tengist? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Líkaminn okkar og hugurinn tengist hvoru öðru, stundum getum við fengið líkamleg viðbrögð við andlegri vanlíðan, eru þið með dæmi um það? ▪ Til dæmis við það að upplifa kvíða getum við fengið illt í magann. Dagbók bls. 59 7.1 * https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S2215036623001931?dgcid=author

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=